Fótbolti

Kluivert er á leiðinni til Lille

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Hollenski framherjinn Patrick Kluivert er á leiðinni til franska 1. deildar liðsins Lille. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag. Kluivert, sem er 31 árs gamall, lék með PSV Eindhoven í heimalandinu á síðustu leiktíð en honum var ekki boðinn nýr samningur þar. Kluivert hafði einnig verið orðaður við enska liðið Sheffield Wednesday.

Kluivert hefur farið víða á sínum ferli og spilað fyrir mörg af stærstu félögum Evrópu eins og Ajax, Barcelona, AC Milan, Valencia og Newcastle. Hann hefur leikið 79 landsleiki fyrir hönd Hollands og skorað 40 mörk sem er met.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×