Fótbolti

Del Nido: Puerta verður ávallt tólfti leikmaður Sevilla

Leikmenn Barcelona klæddust treyju Puerta fyrir æfingarleik við Inter Milan í gærkvöld.
Leikmenn Barcelona klæddust treyju Puerta fyrir æfingarleik við Inter Milan í gærkvöld.

Leikurinn um Super Cup, þar sem sigurvegararnir í Evrópukeppni meistaraliða og félagsliða mætast verður leikinn á morgun í Mónakó til minningar og heiðurs Antonio Puerta, sem lést á þriðjudaginn eftir hjartaáfall. Puerta var leikmaður Sevilla og hefði sjálfur spilað leikinn ef ekki hefði verið fyrir hið hrikalega hjartaáfall sem dró hann til dauða.

"Við munum leika og við munum sigra. Sigurinn munum við svo tileinka Puerta," sagði forseti Sevilla, Jose Maria del Nido.

"Héðan í frá verður Sevilla ósigrandi því við munu leika með 12 leikmenn í liði okkar. Puerta mun ávallt vera á meðal vor."

Rætt hafði verið um að fresta leiknum og hafði AC Milan þegar fallist á það. En forráðamenn Sevilla ákváðu þess í stað að gera leikinn að minningarathöfn um hin fallna félaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×