Fótbolti

Leikmaður lætur lífið í æfingarleik í Ísrael

Aron Örn Þórarinsson skrifar

Framherji 2. deildar liðsins Hapoel Beer Sheva í Ísrael, Chasve Nsofwa, lét lífið í dag eftir af hafa skyndilega fallið til jarðar í æfingaleik í Suðurhluta landsins í dag. Nsofwa var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn 40 mínútum síðar. Ekki er vitað um dánarorsök mannsins.

Nsofwa er annar leikmaðurinn sem lætur lífið nú á skömmum tíma eftir að hafa fallið til jarðar í miðjum leik, en Spánverjinn Antonio Puerta lést í gær á sjúkrahúsi, þremur dögum eftir að hann féll niður í leik um helgina á Spáni.

Þá var varnarmaður Leicester á Englandi var fluttur á sjúkrahús í gær eftir að hann fékk hjartaáfall í leik Leicester og Nottingham Forest, en hann er nú á batavegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×