Innlent

Sjötugir öldungar skulda 40 milljónir í meðlög

Þegar litið er á yfirlit yfir þá sem skulda meðlög hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga kemur í ljós að 31 einstaklingar sem orðnir eru sjötugir eða eldri skulda samtals tæplega 40 milljónir kr. Og þeir sem taka á móti meðlögum á þessum aldri eru 44 talsins.

Þetta skýrist annarsvegar af því að meðlagsskuldir fyrnast aldrei og er kröfunni viðhaldið fram í dánarbú viðkomandi. Og hvað móttakendur meðlags á þessum aldri varðar er þar um að ræða að barni hafi verið komið í umsjón ömmu sinnar og afa.

Samkvæmt yfirlitinu er elsti meðlagsskuldari landsins á skrá orðinn 85 ára gamall en sá yngsti er 17 ára. Fjölmennasti árgangur skuldara er hinsvegar fæddur árið 1966 en þeir eru 536 talsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×