Innlent

Tvöfalt lengur að hreinsa rusl eftir menningarnótt

Þrátt fyrir að Íslensk a gámafélagið hafi byrjað fyrr um morguninn og bætt við tækjum og mönnum tók tvöfalt lengri tíma að hreinsa miðbæinn í gærmorgun en venjulega. Ruslið eftir menningarnóttina var mjög mikið og dreifðist víðar um bæinn en áður að sögn Jóns Frantzsonar framkvæmdastjóra Íslenska gámafélagsins.

"Við byrjuðum hreinsistarf okkar um klukkan fimm um morguninn og vorum ekki búnir að verkinu fyrr en undir klukkan ellefu," segir Jón. "Yfirleitt byrjum við á sunnudögum um sex leytið og erum búnir fyrir níu."

Jón segir að fyrir utan "yfirgengilegt magn af rusli" hafi mannfjöldinn í bænum tafið töluvert fyrir hreinsuninni. "Miðbærinn var enn fullur af fólki þegar við hófumst handa enda veður óvenjugott," segir Jón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×