Enski boltinn

Tottenham að leita að nýjum þjálfara?

Martin Jol gæti þurft að finna sér vinnu bráðlega.
Martin Jol gæti þurft að finna sér vinnu bráðlega.

Þrátt fyrir öruggan 4-0 sigur á Derby á laugardag er Martin Jol, þjálfari Tottenham. langt frá því að vera öruggur í sæti sínu. Enskir fjölmiðlar flytja af því fréttir í dag að stjórnarmenn í félaginu hafi fundað með Juande Ramos, þjálfara Sevilla, á föstudag.

Bæði fulltrúar Tottenham og Ramos sjálfur neituðu þessu í fyrstu en eftir að spænskir fjölmiðlar birtu myndir af fundinum um helgina varð fátt um svör.

Ramos þessi hefur náð ótrúlegum árangri með Sevilla undanfarin ár og hefur verið orðaður við ýmis félög.

Á fundinum voru fyrir hönd Tottenham varaformaðurinn Paul Kemsley og ritarinn John Alexander og Ramos ásamt umboðsmanni sínum Alvaro Torres.

Aðspurður um fund sinn við forráðamenn Tottenham sagði Ramos: "Ég var bara að drekka kaffi með vinum mínum."

Spurning hvort Martin Jol trúi þeim útskýringum?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×