Óþarfi að búa til rússagrýlu 18. ágúst 2007 18:51 Utanríkisráðherra telur ekki ástæðu til að magna upp rússagrýlu vegna rússnesku herflugvélanna sem flugu hringferð um landið í gær. Óljóst er hvort vélunum var fylgt eftir á för sinni og ráðherra gat ekki svarað hve nálægt þær voru ströndum Íslands. Hernaðarandstæðingar segja að flug sem þetta gæti orðið tíðara í framtíðinni. Í allt áttu sér stað þrjár mismunandi ferðir rússneskra sprengjuflugvéla um loftrýmis-eftirlitssvæði Atlantshafs-bandalagsins sem Ísland tilheyrir. Í tveimur tilfellum flugu vélarnar beint í suður, austan af landinu, en í því þriðja komu flugvélarnar tvær inn í eftirlitssvæði Íslendinga norðaustur af landinu, fyrst í vesturátt og beygðu svo til suðurs milli Íslands og Grænlands og fóru hringferð um landið. Fylgst var með fluginu allan tímann af Ratstjárstofnun og upplýsingum miðlað til viðeigandi stofnanna innanlands, ásamt því að skipst var á upplýsingum við viðeigandi herstjórnir innan Nató. Viðbrögð við fluginu voru samhæfð á milli þriggja bandalagsríkja, Íslands, Noregs og Bretlands og mættu breskar og norskar orrustuþotur sprengjuflugvélunum og fylgdu þeim hluta leiðarinnar. Utanríkisráðherra gat ekki sagt til um hvort sprengjuflugvélunum tveimur sem fóru hringferð um landið hafi verið fylgt eftir á þeirri leið sinni. Utanríkisráðherra segir flugið ekki hafa komið íslenskum stjórnvöldum algjörlega á óvart. Vitað hafi verið að Rússar væru á æfingum við Norðurpólinn og því allt eins líklegt að þeir myndu gera eitthvað þessu líkt. Ingibjörg segir flug rússnesku herflugvélanna ekki tengjast heræfingunum sem voru hér á landi í síðustu viku. Þessu eru samtök hernaðarandstæðinga ósammála. Stefán Pálsson formaður samtakanna var gestur í hádegisviðtali Stöðvar 2 í dag. Þar sagði hann að ef áfram verður haldið að æfa hernað hér á landi þá ættu menn að vera því viðbúnir því að rússneskum herflugvélum verði flogið hingað í ríkari mæli. Hann sagði ennfremur að ástæða sé til hafa nokkrar áhyggjur af því að samskipti Rússa og Bandaríkjamanna fari stigversnandi. Utanríkisráðherra segir þó enga ástæðu til að óttast, óþarfi sé að búa til einhverja rússagrýlu vegna þessa. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira
Utanríkisráðherra telur ekki ástæðu til að magna upp rússagrýlu vegna rússnesku herflugvélanna sem flugu hringferð um landið í gær. Óljóst er hvort vélunum var fylgt eftir á för sinni og ráðherra gat ekki svarað hve nálægt þær voru ströndum Íslands. Hernaðarandstæðingar segja að flug sem þetta gæti orðið tíðara í framtíðinni. Í allt áttu sér stað þrjár mismunandi ferðir rússneskra sprengjuflugvéla um loftrýmis-eftirlitssvæði Atlantshafs-bandalagsins sem Ísland tilheyrir. Í tveimur tilfellum flugu vélarnar beint í suður, austan af landinu, en í því þriðja komu flugvélarnar tvær inn í eftirlitssvæði Íslendinga norðaustur af landinu, fyrst í vesturátt og beygðu svo til suðurs milli Íslands og Grænlands og fóru hringferð um landið. Fylgst var með fluginu allan tímann af Ratstjárstofnun og upplýsingum miðlað til viðeigandi stofnanna innanlands, ásamt því að skipst var á upplýsingum við viðeigandi herstjórnir innan Nató. Viðbrögð við fluginu voru samhæfð á milli þriggja bandalagsríkja, Íslands, Noregs og Bretlands og mættu breskar og norskar orrustuþotur sprengjuflugvélunum og fylgdu þeim hluta leiðarinnar. Utanríkisráðherra gat ekki sagt til um hvort sprengjuflugvélunum tveimur sem fóru hringferð um landið hafi verið fylgt eftir á þeirri leið sinni. Utanríkisráðherra segir flugið ekki hafa komið íslenskum stjórnvöldum algjörlega á óvart. Vitað hafi verið að Rússar væru á æfingum við Norðurpólinn og því allt eins líklegt að þeir myndu gera eitthvað þessu líkt. Ingibjörg segir flug rússnesku herflugvélanna ekki tengjast heræfingunum sem voru hér á landi í síðustu viku. Þessu eru samtök hernaðarandstæðinga ósammála. Stefán Pálsson formaður samtakanna var gestur í hádegisviðtali Stöðvar 2 í dag. Þar sagði hann að ef áfram verður haldið að æfa hernað hér á landi þá ættu menn að vera því viðbúnir því að rússneskum herflugvélum verði flogið hingað í ríkari mæli. Hann sagði ennfremur að ástæða sé til hafa nokkrar áhyggjur af því að samskipti Rússa og Bandaríkjamanna fari stigversnandi. Utanríkisráðherra segir þó enga ástæðu til að óttast, óþarfi sé að búa til einhverja rússagrýlu vegna þessa.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira