Innlent

Vínbúðir í viðbragsstöðu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Borgarstjóri vill helst að Vínbúðin hverfi úr Austurstræti.
Borgarstjóri vill helst að Vínbúðin hverfi úr Austurstræti. Mynd/ Hörður Sveinsson
Vilhjálmur Þórmundur Vilhjálmsson segir í samtali við Morgunblaðið í dag að hann sé hlynntur því að Vínbúðinni í Austurstræti verði lokað. Hann vill í það minnsta að hætt verði að selja þar kaldan bjór í stykkjatali. Forsvarsmenn Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins hyggjast svara borgarstjóra á næstu dögum.

Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs ÁTVR, sagði að forsvarsmenn fyrirtækisins hefðu fundað með borgaryfirvöldum vegna málsins. Nú væri verið að hugsa næstu skref og borgaryfirvöldum yrði tilkynnt um niðurstöðu í málinu áður en hún yrði kynnt fjölmiðlum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×