Innlent

Þrír Sýrlendingar og Líbani sækja um hæli

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/Stefán
Fjórar manneskjur leituðu í gærdag til lögreglunnar á Egilsstöðum og óskuðu eftir hæli hér á landi. Að sögn Lárusar Bjarnasonar, sýslumanns á Seyðisfirði, kom fólkið til landsins frá Noregi með Norrænu. Samkvæmt skilríkjum er um að ræða þrjá Sýrlendinga, móður með tvö börn, og einn Líbana sem er sambýlismaður hennar.

Lögreglan tók hefðbundnar skýrslur af fólkinu vegna beiðna um hæli í gær. Að sögn Lárusar verður fólkið sent suður í dag þar sem það mun væntanlega dvelja í Reykjanesbæ á meðan umsókn þess um hæli hér á landi verður tekin fyrir hjá Útlendingastofnun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×