Innlent

Aflaverðmæti eykst um sex milljarða

Aflaverðmæti þorsks jókst nam 16,5 milljörðum á fyrstu fimm mánuðum ársins.
Aflaverðmæti þorsks jókst nam 16,5 milljörðum á fyrstu fimm mánuðum ársins. MYND/SH

Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst um sex milljarða króna á fyrstu fimm mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofunnar á verðmæti sjávarafla frá ársbyrjun til loka maímánaðar. Verðmæti þorskafla jókst um 23 prósent frá fyrra ári.

Alls nam aflaverðmæti 40 milljörðum króna á fyrstu fimm mánuðum ársins en var 36 milljarðar í fyrra. Í maímánuði nam aflaverðmætið 7,4 milljörðum.

Aflaverðmæti botnfisks jókst um rúma þrjá milljarða og fór úr 26,1 milljarði í fyrra í 29,7 milljarða króna í ár. Verðmæti þorskafla nam 16,5 milljörðum og verðmæti ýsu 5,8 milljörðum króna.

Aflaverðmæti uppsjávarafla jókst um 62,8 prósent en á sama tíma dróst verðmæti flatfiska saman um 18,8 prósent. Verðmæti afla sem fluttur var út óunninn nam 3,6 milljörðum og jókst um 4,8 prósent frá fyrra ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×