Innlent

Hyggjast opna skrímslasetur á Bíldudal

Sögur af kynjaverum eru vel þekktar í Arnarfirði.
Sögur af kynjaverum eru vel þekktar í Arnarfirði. MYND/Jón Sigurður

Félag áhugamanna um skrímslasetur á Bíldudal hefur fest kaup á gömlu Matvælaiðjunni í bænum undir setrið en ætlunin er að opna það á næsta ári.

Eftir því sem fram kemur á vestfirska fréttavefnum Bæjarins besta þykir vel við hæfi að koma upp skrímslasetri í Arnarfirði sem ku vera þekktustu heimkynni skrímsla á Íslandi, en frá örófi alda hafa sögur af skrímslum af ýmsum toga í landi og á sjó reglulega komið upp á yfirborðið.

Þess má geta að í gömlu Matvælaiðjunni, sem hýsa á skrímslasetrið, voru meðal annars framleiddar hinar margrómuðu Bíldudals grænar baunir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×