Eiginmaðurinn fluttur 214 km í burtu Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 16. ágúst 2007 18:45 Tæplega sjötug kona í Hveragerði þarf að keyra í heila fimm klukkutíma þegar hún heimsækir mann sinn á sjúkrahúsi á Kirkjubæjarklaustri. Plássleysi á sjúkrahúsinu á Selfossi er um að kenna, en lækningarforstjóri segir um neyðarúrræði að ræða. Alda Kristjánsdóttir og Ástmundur Höskuldsson hafa haldið heimili í Hveragerði í rúm 30 ár. Aðstæður þeirra breyttust töluvert fyrir þremur árum þegar Ástmundur veiktist. Síðastliðið sumar fékk hann lungnabólgu í kjölfar heilablæðingar var lagður inn á sjúkrahúsið á Selfossi þar sem hann fékk svo aðra blæðingu og hafnaði í hjólastól. Þar var hann í þrjá mánuði áður en hann var fluttur á sjúkrahúsið á Klaustri vegna plássleysis. Alda keyrir innanbæjar og til nágrannabyggðanna eins og Selfoss, en treystir sér ekki til að keyra alla leið til Kirkjubæjarklausturs. Aksturinn þangað tekur tvær og hálfa klukkustund aðra leiðina og vegalengdin frá Hveragerði er 214 kílómetrar. Vinir og ættingjar keyra Öldu því í heimsókn til bónda síns. Frá því Ástmundur var fluttur á Klaustur í september í fyrra hefur Alda einungis getað heimsótt hann um það bil einu sinni í mánuði. Það finnst henni að vonum ófært og undrast að ekki skuli vera betri úrræði í þessum málum á svæðinu. Óskar Reykdalsson lækningarforstjóri Sjúkrahússins á Selfossi segir um algjört neyðarúrræði að ræða. Venjulega sé fólk sent þangað sem það hefur einhverja félagslega tengingu, en í einstaka tilfellum sé það ekki. Þá sé alltaf haft samráð við ættingja. Alda segir hjónin ekki hafa nein tengsl við Kirkjubæjarklaustur. Strax daginn eftir að samband var haft við hana hafi hún skipt um skoðun og reynt að stöðva flutninginn, en þá var þegar búið að flytja Ástmund á Klaustur. Tilraunir hennar og ættingjanna til að fá hann fluttan nær Hveragerði hafa verið árangurslausar. Í dag er hann á biðlistum á nokkrum stöðum meðal annars á sjúkradeild elliheimilisins í Hveragerði. Nú er verið að byggja við Sjúkrahúsið á Selfossi og mun þá hjúkrunarrýmum fjölga um 16. Þó er ekki víst að Ástmundur fái inni þar en hann er meðal umsækjenda sem sækjast eftir nýju plássunum. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Tæplega sjötug kona í Hveragerði þarf að keyra í heila fimm klukkutíma þegar hún heimsækir mann sinn á sjúkrahúsi á Kirkjubæjarklaustri. Plássleysi á sjúkrahúsinu á Selfossi er um að kenna, en lækningarforstjóri segir um neyðarúrræði að ræða. Alda Kristjánsdóttir og Ástmundur Höskuldsson hafa haldið heimili í Hveragerði í rúm 30 ár. Aðstæður þeirra breyttust töluvert fyrir þremur árum þegar Ástmundur veiktist. Síðastliðið sumar fékk hann lungnabólgu í kjölfar heilablæðingar var lagður inn á sjúkrahúsið á Selfossi þar sem hann fékk svo aðra blæðingu og hafnaði í hjólastól. Þar var hann í þrjá mánuði áður en hann var fluttur á sjúkrahúsið á Klaustri vegna plássleysis. Alda keyrir innanbæjar og til nágrannabyggðanna eins og Selfoss, en treystir sér ekki til að keyra alla leið til Kirkjubæjarklausturs. Aksturinn þangað tekur tvær og hálfa klukkustund aðra leiðina og vegalengdin frá Hveragerði er 214 kílómetrar. Vinir og ættingjar keyra Öldu því í heimsókn til bónda síns. Frá því Ástmundur var fluttur á Klaustur í september í fyrra hefur Alda einungis getað heimsótt hann um það bil einu sinni í mánuði. Það finnst henni að vonum ófært og undrast að ekki skuli vera betri úrræði í þessum málum á svæðinu. Óskar Reykdalsson lækningarforstjóri Sjúkrahússins á Selfossi segir um algjört neyðarúrræði að ræða. Venjulega sé fólk sent þangað sem það hefur einhverja félagslega tengingu, en í einstaka tilfellum sé það ekki. Þá sé alltaf haft samráð við ættingja. Alda segir hjónin ekki hafa nein tengsl við Kirkjubæjarklaustur. Strax daginn eftir að samband var haft við hana hafi hún skipt um skoðun og reynt að stöðva flutninginn, en þá var þegar búið að flytja Ástmund á Klaustur. Tilraunir hennar og ættingjanna til að fá hann fluttan nær Hveragerði hafa verið árangurslausar. Í dag er hann á biðlistum á nokkrum stöðum meðal annars á sjúkradeild elliheimilisins í Hveragerði. Nú er verið að byggja við Sjúkrahúsið á Selfossi og mun þá hjúkrunarrýmum fjölga um 16. Þó er ekki víst að Ástmundur fái inni þar en hann er meðal umsækjenda sem sækjast eftir nýju plássunum.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira