Erfitt að finna einn ábyrgan 16. ágúst 2007 18:30 Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir að erfitt geti reynst að finna einhvern einn sem bera eigi ábyrgð á Grímseyjarferjumálinu, en greinilega hafi margt farið úrskeiðis. Hann telur að heimild hafi verið í lögum fyrir öllum fjárveitingum til ferjunnar. Saga kaupa og endurnýjunar á nýrri ferju til siglinga milli Grímseyjar og lands er ein sorgarsaga. Þegar auglýst var eftir notaðri ferju reyndist áhugi ferjueigenda lítill en á endanum var ákveðið að kaupa notaða ferju frá Írlandi sem átti að kosta 150 milljónir króna eftir breytingar. Ferjan hefur hins vegar reynst hátt í um 200 prósentum dýrari eftir miklar breytingar á þremur árum. Í yfirlýsingu frá samgönguráðuneytinu í gær segir að ljóst sé að orðið hafi ákveðið brot á skýrum verklagsreglum ráðuneytisins sem kveði á um að gera skuli vandaða verkefnaáætlun sem innihaldi m.a. verklýsingu og tíma- og kostnaðaráætlun. Jafnframt beri verkefnisstjóra að upplýsa ráðuneytisstjóra um gang mála og fá samþykki fyrir verkefnaáætlun. Fjármálaráðherra segir ljóst að margt hafi farið úrskeiðis í málinu sem þurfi að skoða og tryggja að komi ekki fyrir aftur. Það hafi bæði verið fjárheimildir til að kaupa skipið og til að ráðast í endurbyggingu þess, annars vegar í fjárlögum og hins vegar í heimild samgönguyfirvalda til að nýta ónýtta fjármuni frá öðrum verkefnum, þar sem heimild hafi verið fyrir verkefninu sjálfu. Þá segir ráðherra að skoða verði sérstaklega hvort breyta beri eftirliti með framkvæmd eins og þessari þannig að fjármunir hins opinbera nýtist sem best. Fjármálaráðherra segir það ekki gott mál ef ekki hafi verið farið eftir reglum í samgönguráðuneytinu, en þá sé ekki við reglurnar að sakast. En ef hins vegar séu gallar á reglunum sé sjálfsagt að breyta þeim. Mest um vert sé að læra af reynslunni. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir að erfitt geti reynst að finna einhvern einn sem bera eigi ábyrgð á Grímseyjarferjumálinu, en greinilega hafi margt farið úrskeiðis. Hann telur að heimild hafi verið í lögum fyrir öllum fjárveitingum til ferjunnar. Saga kaupa og endurnýjunar á nýrri ferju til siglinga milli Grímseyjar og lands er ein sorgarsaga. Þegar auglýst var eftir notaðri ferju reyndist áhugi ferjueigenda lítill en á endanum var ákveðið að kaupa notaða ferju frá Írlandi sem átti að kosta 150 milljónir króna eftir breytingar. Ferjan hefur hins vegar reynst hátt í um 200 prósentum dýrari eftir miklar breytingar á þremur árum. Í yfirlýsingu frá samgönguráðuneytinu í gær segir að ljóst sé að orðið hafi ákveðið brot á skýrum verklagsreglum ráðuneytisins sem kveði á um að gera skuli vandaða verkefnaáætlun sem innihaldi m.a. verklýsingu og tíma- og kostnaðaráætlun. Jafnframt beri verkefnisstjóra að upplýsa ráðuneytisstjóra um gang mála og fá samþykki fyrir verkefnaáætlun. Fjármálaráðherra segir ljóst að margt hafi farið úrskeiðis í málinu sem þurfi að skoða og tryggja að komi ekki fyrir aftur. Það hafi bæði verið fjárheimildir til að kaupa skipið og til að ráðast í endurbyggingu þess, annars vegar í fjárlögum og hins vegar í heimild samgönguyfirvalda til að nýta ónýtta fjármuni frá öðrum verkefnum, þar sem heimild hafi verið fyrir verkefninu sjálfu. Þá segir ráðherra að skoða verði sérstaklega hvort breyta beri eftirliti með framkvæmd eins og þessari þannig að fjármunir hins opinbera nýtist sem best. Fjármálaráðherra segir það ekki gott mál ef ekki hafi verið farið eftir reglum í samgönguráðuneytinu, en þá sé ekki við reglurnar að sakast. En ef hins vegar séu gallar á reglunum sé sjálfsagt að breyta þeim. Mest um vert sé að læra af reynslunni.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira