Innlent

Slökkviliðið kallað að Langholtsvegi

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað að Langholtsvegi klukkan níu í morgun vegna reyks í húsi þar. Þegar málið var rannsakað kom í ljós að reykinn lagði frá potti á eldavél og engin hætta var á ferðum. Nokkurn tíma tókst að reykræsta íbúðina en ekki urðu miklar skemmdir á íbúðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×