Innlent

Sömu unglingarnir fengu ekki í tvígang far með sama strætó á sama kvöldinu

Sami strætisvagnabílstjórinn fór í tvígang framhjá sama unglingahópnum í gærkvöldi í Grafarvogi án þess að stöðva vagninn. Unglingarnir segja mikið um að strætisvagnar aki framhjá án þess að stöðva þegar þeir bíði á stoppistöðvum.



Seint í gærkvöldi voru fimm unglingar á heimleið í Grafarvogi og hugðust taka strætó heim til sín eins og þeir eru vanir. Þegar vagninn kom veifuðu þeir til vagnsstjórans til merkis um að láta hann vita að þeir vildu fá far með vagninum, en allt kom fyrir ekki.

Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó, sagði að engin formleg kvörtun hefði borist til fyrirtækisins vegna þessa máls. Hann sagði að ef til þess kæmi yrði þetta tekið fyrir enda væru mál af þessum toga fátíð og litin mjög alvarlegum augum.

Strákarnir fimm sögðust hafa gengið heim í gærkvöldi því þetta hefði verið síðasti vagninn þetta kvöldið. Þeir fullyrtu að þetta væri alls ekki í fyrsta sinn sem unglingar væru að lenda í uppákomum af þessum toga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×