Innlent

Dalvegur við Digranesveg og Dalsmára lokaður vegna slysahættu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði í kvöld fyrir umferð ökutækja á Dalvegi milli Digranesvegar og Dalsmára vegna slysahættu. Framkvæmdir standa yfir við götuna og hafði verktaki ekki gengið nægjanlega vel frá svæðinu að sögn lögreglu.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að meðfram götunni sé nú 5 metra djúpur skurður sem skapar mikla slysahættu. Því var gripið til þess ráðs að loka svæðinu fyrir umferð. Búast má við umferðatöfum á morgun þar til verktaki hefur komið akstursleiðinni í viðunandi ástand.

Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er ekki ólíklegt að verktakinn verði ákærður fyrir ganga ekki nægjanlega vel frá svæðinu og valda með því slysahættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×