Innlent

Óvíst hvort olíuhreinsistöð rúmist innan mengunarkvóta

Skuldbindingar Íslendinga vegna Kyotobókunarinnar geta komið í veg fyrir að hægt verði að reisa olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Þetta er mat formanns Náttúruverndarsamtaka Íslands.

Hugmyndir eru uppi um að reisa olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Talsmenn þess segja stöðina geta skapað fimm hundruð störf fyrir Vestfirðinga og að mengun og hætta af stöðinni yrði minniháttar. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir ljóst að losun gróðurhúsalofttegunda frá stöðinni muni sprengja af sér öll mörk Kyotobókunarinnar og telur hæpið að raunhæft yrði að kaupa viðbótarmengunarkvóta.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×