Innlent

Flutningabíll valt út í Eyjafjarðará

Betur fór en á horfðist þegar flutningabíll fór útaf vegi og valt út í Eyjafjarðará rétt innan við Hrafnagil síðdegis í dag. Bíllinn var við malarflutninga þegar slysið átti sér stað og var einn maður um borð. Hann sakaði ekki.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyrir skemmdist bíllinn lítið en ekki er vitað hvað olli slysinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×