Innlent

Slasaðist eftir slys á Gullinbrú

Sautján ára ökumaður bifhjóls slasaðist þegar hann lenti í hörðum árekstri við sendibíl skammt frá Gullinbrú í Reykjavík í morgun. Í fyrstu var óttast að pilturinn væri lífshættulega slasaður, en svo reyndist ekki. Hann brotnaði meðal annars á úlnlið og ökkla og var fluttur með sjúkrabíl á slysdeild Landspítalans. Ökumann sendibílsins sakaði ekki. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir en lögregla rannsakar málið. Miklar tafir urðu á umferð úr Grafarvogi á meðan lögregla og björgunarmenn voru að vinna störf sín á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×