Innlent

Ungi maðurinn sem fór út um glugga í Amsterdam kominn heim

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar

Nítján ára íslenskur karlmaður sem slasaðist þegar hann fór út um glugga á annarri hæð hótels í Amsterdam er nú kominn heim og liggur á Landspítala-háskólasjúkrahúsi við Hringbraut.

Pilturinn var undir áhrifum ofskynjunarsveppa þegar atvikið átti sér stað. Þegar grunur er um að áfengi eða vímuefna hafi verið neytt þegar slys geta tryggingar fallið úr gildi. Faðir unga mannsins þurfti því sjálfur að koma syni sínum heim en með hjálp vina og ættingja tókst fá einkaflugvél sem flaug út eftir honum í gærkvöldi. Hann var svo fluttur á Landspítala-Háskólasjúkrahús við Hringbraut þar sem er nú í einangrun.

Ungi maðurinn var staddur í Amsterdam í Hollandi ásamt félaga sínum en þar ætluðu þeir að dvelja í viku. Síðastliðinn föstudag neyttu félagarnir sveppa og fékk maðurinn þá ofskynjanir og fannst einhver vera að elta sig. Í miðri vímunni kastaði hann sér svo út um glugga á hótelherberginu sem var á annarri hæð.

Maðurinn hæl- og ristarbrotnaði á báðum fótum og þurfti að gangast undir aðgerðir á sjúkrahúsi í borginni. Talið er að hann þurfi að gangast undir þrjár til fjórar aðgerðir til viðbótar hér á landi en læknar telji að hann nái ekki fullum krafti á ný í annan fótinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×