Innlent

Bónus hefur ægivald á matvælamarkaðnum

Formaður Neytendasamtakanna segir Bónus hafa ægivald á matvælamarkaðnum hér á landi og vill að betur sé fylgst með samkeppni á matvælamarkaðnum. Íslendingar greiða að meðaltali rúmlega sextíu prósent hærra verð fyrir mat- og drykkjarvörur en íbúar ríkja Evrópusambandsins greiða fyrir sömu vörur.

Í nýrri evrópskri könnun kemur fram að matvörur á Íslandi eru þær dýrustu í Evrópu. Formaður Neytendasamtakanna var gestur í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag. Þar sagði hann mikilvægt að virkt samkeppniseftirlit væri hér á landi en erfið staða væri á matvælamarkaðnum þar sem eitt fyrirtæki, Bónus, hefði þar ægivald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×