Innlent

Olíuhreinsistöð bjargar Vestfjörðum frá hruni

Flosi Jakobsson útgerðarmaður í Bolungarvík segir að olíuhreinsistöð geti bjargað fjórðungnum frá algjöru hruni. Vestfirðingar eru ekki á einu máli um ágæti slíks stóriðnaðar fyrir vestan.



Þeir sem sett hafa fram hugmyndir um olíuhreinisstöð telja að Vestfirðir séu heppilegir þar sem þeir séu miðsvæðis,  milli olíulindanna í Rússlandi og Noregi og markaða í Evrópu og Bandaríkjunum. Olíuhreinsistöð kallar á umtalsvert landrými og það er ekki víða á Vestfjörðum.

Sveitastjórnarmenn á Vestfjörðum fóru fyrir fáeinum dögum til Evrópu að skoða olíuhreinsistöðvar með það í huga að kanna hvort þessi iðnaður geti leyst vanda Vestfirðinga en áætlað er að stöðin geti skapað um 500 störf. 



Í vor tilkynntu forvígsmenn Kambs á Flateyri að fiskvinnslu yrði hætt og Héraðsdómur Vestfjarða samþykkti nýlega beiðni frá rækjuverksmiðju Miðfells á Ísafirði um gjaldþrotaskipti. Þarna hverfa hátt á annað hundrað störf.

Flosi Jakobsson, útgerðarmaður í Bolungarvík, segir að í framhaldi af miklum samdrætti í aflaheimildum geti olíuhreinsistöð hreinlega bjargað fjórðungnum frá algjöru hruni.

Hann er því mjög hlynntur að olíuhreinsistöð verði sett á laggirnar fyrir vestan.

Þótt olíuhreinsistöðin gæti skapað störf í Dýrafirði, sem er annar af tveimur fjörðum vestra sem þykja henta vel fyrir þessa starfsemi, þá eru vestfirðingar fráleitt á einu máli um ágæti þessa iðnaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×