Innlent

Fornleifarannsóknir á svæði álversins í Reyðafirði

Fornleifarannsóknir standa nú yfir á lóð álversins í Reyðarfirði, nánar tiltekið á hafnarsvæðinu. Fornleifarnar komu í ljós þegar framkvæmdir hófust á svæðinu, og hefur þeim því verið frestað á meðan rannsókn stendur yfir.

Mjög líklega er um að ræða mannabústað, sem dæma má af því að vel hefur verið vandað til gólfhleðslu. Greinilegt er að þarna hefur verið byggt ofaní sama grunn í aldanna rás. Guðbjörg Melsted stjórnar rannsókninni á vegum fornleifafræðistofunnar. Hún segir að uppgröfturinn gangi vel. Guðbjörg segir að starfsfólkið hafi reynst afar vel en aðstæður hafi verið öðruvísi en fólk á að venjast.

Framkvæmdir á hafnarsvæðinu hefjast eftir að rannsókn lýkur í ágúst. Aðferðirnar þá verða líklega stórtækari en þær sem beitt er við uppgröftinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×