Fótbolti

250.000 treyjur þegar pantaðar hjá LA Galaxy

Beckham í nýja búningnum hjá LA Galaxy
Beckham í nýja búningnum hjá LA Galaxy NordicPhotos/GettyImages

Forseti bandaríska knattspyrnufélagsins LA Galaxy segir að stuðningsmenn liðsins hafi þegar pantað yfir 250.000 treyjur í kjölfar komu David Beckham til Los Angeles á morgun. Það er ekki síður áhugavert þegar tekið er tillit til þess að stuðningsmennirnir höfðu ekki séð hvernig nýju treyjurnar litu út áður en þeir pöntuðu þær.

LA Galaxy hefur til þessa spilaði í gulum og grænum búningum, en eins og sjá má á myndinni sem fylgir þessari frétt verða nýju heimabúningarnir hvítir. Það er því ljóst að koma David Beckham til Bandaríkjanna er strax farin að hafa nokkur áhrif á markaðnum vestra.

Beckham spilar sinn fyrsta leik með LA Galaxy þann 21. júlí þegar liðið mætir Chelsea í vináttuleik. Beckham prýðir forsíðu nýjasta heftis Sports Illustrated-blaðsins í Bandaríkjunum um þessar mundir, en það er afar sjaldgæfur heiður fyrir knattspyrnumenn þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×