Innlent

Þurrkar valda vandræðum á Suðurlandi

Þurrkar eru farnir að valda vandræðum á Suðurlandi enda hefur vatnsnotkun aukist mikið vegna hitans. Hita og Vatnsveita Árborgar hefur dregið úr þrýstingi á kerfið til að koma í veg fyrir algeran vatnsskort en ekki er útlit fyrir rigningu á næstunni.

Guðmundur Þorsteinsson verkstjóri hjá Hita og vatnsveitu Árborgar segir að vatnsskorturinn sé farinn að há bændum og allir úthagar hafi þornað upp. Skepnur séu meira eða minna farnar að drakka vatn úr vatnsveitum. Það þurfi að kenna fólki að vökva garðana. Gamlir grónir garðar þurfi ekki stöðuga vökvun. Það sé nóg að vökva þá á kvöldin. Fólk ætti að spyrja sig hvernig blómin vaxi í Suðurlöndum. þar sem séu stöðugir þurrkar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×