Innlent

Veggjalýs vaxandi vandamál

Veggjalýs hafa numið hér land og eru vaxandi vandamál að sögn meindýraeyða. Lýsnar lifa aðallega á mannablóði. Ekki tekst að opna nýtt húsnæði Götusmiðjunnar á tilsettum tíma þar sem veggjalýs höfðu hreiðrað um sig í húsinu.

Götusmiðjan hefur í um tíu ára skeið boðið upp á meðferðarúrræði fyrir ungmenni sem hafa ánetjast vímuefnum. Götusmiðjan var áður staðsett skammt frá Hellu en eftir að starfsemi Byrgisins að Efri-Brú í Grímsnesi var hætt fékk hún húsnæðið þar til afnota. Tveir mánuðir eru síðan að starfseminni var lokað á gamla staðnum og til stóð að opna næsta föstudag á þeim nýja. Það verður þó ekki hægt þar sem veggjalýs höfðu hreiðrað um sig í svefnherbergjum hússins.

Henda þurfti út öllum húsgögnum í svefnálmu hússins og voru þau brennd. Veggjalýs kallast almennt bed bug en þær halda sig mest í rúmum og lifa aðallega á blóði úr mönnum. Meindýraeyðir segir lúsina vaxandi vandamál hér á landi.

Eitrað hefur verið fyrri lúsinni en vonast er til að hægt verði að opna Götusmiðjuna eftir rúma viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×