6,5 milljarðar í vegamál til að sporna við skerðingu á aflamarki Jón Örn Guðbjartsson skrifar 10. júlí 2007 18:45 Alls á að setja sex komma fimm milljarða króna í vegaframkvæmdir umfram það sem þegar hefur verið ráðstafað í þennan málaflokk. Þetta er fyrsti áfanginn í mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna skerðingar á aflamarki á næsta fiskveiðiári. Kristján Möller, samgönguráðherra, sagði í dag að flýtiframkvæmdir myndu hefjast þegar á næsta ári en það væri trú ríkisstjórnarinnar að framkvæmdirnar leiði til langtímavaxtar og velmegunar. Kristján sagði að með þessum aðgerðum væri ekki verið að skera niður og aðrar framkvæmdir yrðu á áætlun, meðal annars Sundabraut. Kristján kallaði þetta mótvægisaðgerðir sem koma í framhaldi af ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skerðingu á aflamarki á næsta fiskveiðiári. Flýta á vegaframkvæmdum á ellefu stöðum á landinu. Framkvæmdirnar, sem flestar eru þegar í samgönguáætlun, verða víða um land. Ein stærsta framkvæmdin er Suðurstrandarvegur en til hans á að veita nálega einum og hálfum milljarði króna. Vegurinn tengir saman sjávarplássin Grindavík og Þorlákshöfn. Áformað er að ljúka framkvæmdum við Fróðárheiði en þar er tveimur köflum enn ólokið. Á Vestfjörðum verður m.a. flýtt borun ganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar auk framkvæmda í Þorskafirði. Á norð-austurlandi verður flýtt vegtengingu Raufarhafnar og Þórshafnar við hina nýju Hófskarðaleið. Þá er vinnu við Norðfjarðargöng flýtt en veita á alls tveimur komma þremur milljörðum til ganganna árin 2009 og 2010. Stefnt er að því að göngin verði tilbúin 2012, sama ár og ljúka á vinnu við göng undir Hrafnseyrarheiði á Vestfjörðum. Mikilvægar vegabætur eru jafnframt fyrirhugaðar við Axarveg, sem valda mun verulegri styttingu á Hringvegi og tengja Djúpavog betur við vaxandi atvinnusvæði á Héraði. Á Vestfjörðum verður m.a. flýtt borun ganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar auk framkvæmda í Þorskafirði.Á Vestfjörðum verður m.a. flýtt borun ganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar auk framkvæmda í Þorskafirði.Á norð-austurlandi verður flýtt vegtengingu Raufarhafnar og Þórshafnar við hina nýju Hófskarðaleið.Þá er vinnu við Norðfjarðargöng flýtt en veita á alls tveimur komma þremur milljörðum til ganganna árin 2009 og 2010. Stefnt er að því að göngin verði tilbúin 2012, sama ár og ljúka á vinnu við göng undir Hrafnseyrarheiði á Vestfjörðum.Mikilvægar vegabætur eru jafnframt fyrirhugaðar við Axarveg, sem valda mun verulegri styttingu á Hringvegi og tengja Djúpavog betur við vaxandi atvinnusvæði á Héraði. Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Alls á að setja sex komma fimm milljarða króna í vegaframkvæmdir umfram það sem þegar hefur verið ráðstafað í þennan málaflokk. Þetta er fyrsti áfanginn í mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna skerðingar á aflamarki á næsta fiskveiðiári. Kristján Möller, samgönguráðherra, sagði í dag að flýtiframkvæmdir myndu hefjast þegar á næsta ári en það væri trú ríkisstjórnarinnar að framkvæmdirnar leiði til langtímavaxtar og velmegunar. Kristján sagði að með þessum aðgerðum væri ekki verið að skera niður og aðrar framkvæmdir yrðu á áætlun, meðal annars Sundabraut. Kristján kallaði þetta mótvægisaðgerðir sem koma í framhaldi af ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skerðingu á aflamarki á næsta fiskveiðiári. Flýta á vegaframkvæmdum á ellefu stöðum á landinu. Framkvæmdirnar, sem flestar eru þegar í samgönguáætlun, verða víða um land. Ein stærsta framkvæmdin er Suðurstrandarvegur en til hans á að veita nálega einum og hálfum milljarði króna. Vegurinn tengir saman sjávarplássin Grindavík og Þorlákshöfn. Áformað er að ljúka framkvæmdum við Fróðárheiði en þar er tveimur köflum enn ólokið. Á Vestfjörðum verður m.a. flýtt borun ganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar auk framkvæmda í Þorskafirði. Á norð-austurlandi verður flýtt vegtengingu Raufarhafnar og Þórshafnar við hina nýju Hófskarðaleið. Þá er vinnu við Norðfjarðargöng flýtt en veita á alls tveimur komma þremur milljörðum til ganganna árin 2009 og 2010. Stefnt er að því að göngin verði tilbúin 2012, sama ár og ljúka á vinnu við göng undir Hrafnseyrarheiði á Vestfjörðum. Mikilvægar vegabætur eru jafnframt fyrirhugaðar við Axarveg, sem valda mun verulegri styttingu á Hringvegi og tengja Djúpavog betur við vaxandi atvinnusvæði á Héraði. Á Vestfjörðum verður m.a. flýtt borun ganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar auk framkvæmda í Þorskafirði.Á Vestfjörðum verður m.a. flýtt borun ganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar auk framkvæmda í Þorskafirði.Á norð-austurlandi verður flýtt vegtengingu Raufarhafnar og Þórshafnar við hina nýju Hófskarðaleið.Þá er vinnu við Norðfjarðargöng flýtt en veita á alls tveimur komma þremur milljörðum til ganganna árin 2009 og 2010. Stefnt er að því að göngin verði tilbúin 2012, sama ár og ljúka á vinnu við göng undir Hrafnseyrarheiði á Vestfjörðum.Mikilvægar vegabætur eru jafnframt fyrirhugaðar við Axarveg, sem valda mun verulegri styttingu á Hringvegi og tengja Djúpavog betur við vaxandi atvinnusvæði á Héraði.
Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira