Innlent

Lögðu hald á 400 grömm af maríjúana

Auk umtalsverðs magns af maríjuana fundust 500 dósir af ólöglegu tóbaki.
Auk umtalsverðs magns af maríjuana fundust 500 dósir af ólöglegu tóbaki. Mynd/ Visir.is
Umtalsvert magn fíkniefna fannst við leit í verslunarhúsnæði í austurborginni í gærkvöld en talið er að þetta séu um 400 grömm af maríjúana. Á sama stað fundust rúmlega 500 dósir af ólöglegu munn- og neftóbaki. Dósirnar voru sömuleiðis haldlagðar ásamt tveimur loftbyssum. Húsleitin var framkvæmd að undangengnum úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Tveir karlmenn voru handteknir í þágu rannsóknar málsins en þeim var sleppt úr haldi síðdegis. Málið telst að mestu upplýst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×