Innlent

Gagnrýna afskipti sveitarfélaga af sölu Hitaveitu Suðurnesja

Samband ungra sjálfstæðismanna gagnrýnir harðlega afskipti einstakra sveitarfélaga af sölu á eignarhluta ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Með afskiptum sínum eru sveitarfélögin að beita sér gegn markmiði ríkisstjórnarinnar á einkavæðingu orkufyrirtækja að mati sambandsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sambandinu. Þeir furða sig ennfremur á yfirlýsingu ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar.

Þá lýsir sambandið yfir stuðningi við sjónarmið Árna Sigfússonar, bæjarstjóra í Reykjanesbæ, um að bærinn beiti forkaupsrétt sínum í þeim tilgangi að tryggja einkavæðingu fyrirtækisins.

Ennfremur lýsir sambandið yfir furðu sinni á yfirlýsingu ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar frá því morgun þar sem sagt var að hvergi sé minnst á einkavæðingu orkufyrirtækja í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Benda sjálfstæðismenn á að skýrt sé tekið fram í stjórnarsáttmálanum að leysa skuli krafta einkaframtaksins úr læðingi í útrás orkufyrirtækja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×