Innlent

Leiðrétting

Ranglega var haft eftir Atla Gíslasyni alþingismanni í frétt á Vísir.is föstudaginn 6. júlí s.l.  um ákvörðun sjávarútvegsráðherra niðurskurð á þorskaflaheimildum. Ranghermt var að Atli teldi að enginn vísindalegur grunnur lægi að baki ákvörðuninni.  Hið rétta er að Atli sagði að  "engin vissa" væri fyrir því að kvótaákvörðunin myndi efla fiskistofna eða atvinnulíf landsbyggðarinnar. Beðist er velvirðingar á þessu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×