Innlent

Flugmenn og Icelandair deila um uppsagnir

Forráðamenn Icelandair og stjórnarmenn úr Félagið íslenskra atvinnuflugmanna sitja nú á fundi þar sem þeir ræða alvarlega deilu sem upp er komin um starfsréttindi flugmanna.

Deilan er risin í kjölfar þess, að félagið hefur sagt nokkrum íslenskum flugmönnum upp í haust en eru að ráða erlenda flugmenn á sama tíma. Erlendu flugmennirnir verða ráðnir í gegnum áhafnaleigur til dótturfélagisns Latcharter í Lettlandi til að fljúga Boeing 767 vélum, eins og dótturfélagið Loftleiðir notar. Íslenskir flugmenn eru því þjálfaðir á þær.

Talsmenn Félags íslenskra atvinnuflugmanna segjast hafa sýnt Icelandair skilning á árstíðasveiflum í flutningum og uppsögnum vegna þeirra, en hér sé greinilega um stefnubreytingu að ræða hjá félaginu, sem þeir geti ekki sætt sig við. Máli sínu til stuðnings benda þeir á að í kjarasamningum við Icelandair sé kveðið á um að flugmenn Icelandair njóti forgangs til vinnu hjá félaginu, og telja flugmenn það eiga við dótturfélögin líka.

Flugmenn hafa ekki ákveðið aðgerðir, ef ekki rætist úr, en framvinda málsins getur verið að skýrast á fundinum, sem stendur enn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×