Innlent

Hundur aflífaður eftir að hann beit barn

Lögreglan á Selfossi þurfti að aflífa hund eftir að hann hafði bitið barn. Atburðurinn átti sér stað þar síðustu helgi en lögreglunni barst tilkynning um málið á miðvikudaginn í síðustu viku.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var hundurinn fluttur til dýralæknis sem sá um að aflífa hann. Hundurinn hafði áður glefsað í barn og því var talið nauðsynlegt í samræmi við lögreglusamþykkt Árnessýslu að aflífa hundinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×