Innlent

Hjólbarðaþjófar gripnir á Selfossi

Lögreglan á Selfossi handtók fimm menn í nótt fyrir stela hjólbörðum af Lexus bifreið. Lögreglunni barst tilkynning um tvo grunsamlega menn við bílasölu Heklu í Hrísmýri á Selfossi. Þegar lögregluna bar að garði fundu þeir Lexus bifreið á kviðnum þar sem öll hjöl höfðu verið tekin undan henni.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi voru mennirnir stöðvaði stuttu síðar og í bifreið þeirra fundust umræddir hjólbarðar. Í framhaldi voru þrír aðrir handteknir sem taldir eru viðriðnir málið. Einn þeirra er eigandi Lexusbifreiðar af svipaðri gerð og þeirri sem hjólbarðarnir voru teknir undan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×