Innlent

Tóku ekkert mark á skoðunum reyndra manna

Óánægðir með ákvörðun ríkisstjórnarinnar.
Óánægðir með ákvörðun ríkisstjórnarinnar. MYND/365

Stjórnvöld tóku ekkert mark á skoðunum reyndra manna þegar þau ákváðu að skera niður þorskkvóta fyrir næsta fiskveiðiár. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá forseta Farmanna- og fiskimannasambands Íslands. Hann lýsir yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun stjórnvalda.

Í yfirlýsingu Árna Bjarnasonar, forseta Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, eru stjórnvöld gagnrýnd fyrir að hafa einungis farið eftir tillögum Hafrannsóknarstofnunar um aflamark í þorski. Árni segir það skoðun margar að tillögur stofnunarinnar séu byggðar á sandi.

Þá undrast Árni að stjórnvöld hafi ekki viljað taka mark á skoðunum manna sem búi yfir mikilli reynslu á þessu sviði. Þess í stað hafi þeim verið borið á brýn að hafa einungis skammtímahagsmuni að leiðarljósi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×