Segja Landsbankann hafa svikið gefin fyrirheit 5. júlí 2007 19:56 Hjón sem fóru halloka í verslunarrekstri saka Landsbankann um að bera ábyrgð á óheillaþróuninni. Fyrirheit hafi verið svikin auk þess sem bankinn hafi beitt makalausri hörku og óbilgirni. Trygginga hafi verið krafist í öllum eignum, innkomu og sjóðum en steininn hafi tekið úr þegar þau voru krafin um að framselja líftryggingar sínar til bankans. Sigurður Kristinsson og kona hans segja farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Landsbankann allt frá því þau leituðu eftir fyrirgreiðslu við að kaupa verslunina Kristall og Postulín í Kópavogi fyrir rúmum tveimur árum. Samið var við útibúið í Hafnarfirði og segir Sigurður að rekstraráætlun hafi verið metin og ákveðið að veita 30 milljóna lán til kaupanam, fyrst með yfirdrætti sem síðan átti að breyta í eitt stórt lán til 15-20 ára. Áður en að því kom var búið að flytja málið til deildar innan bankans - innri útlána - og þar neitað að ganga frá málinu í samræmi við upphaflega samninga. Það eru ýmsar vanefndir nefndar af Sigurði og bendir hann á að það hafi loks tekið 70 daga að afgreiða þau lán sem fallist var á. Sú töf hefði kostað hátt í milljón aukalega í yfirdráttarkostnað. Landsbaninni hefði gert ítrustu kröfu um tryggingar - og jafnvel krafist veðs í þeim látnum, þ.e. að þau ávísuðu líftryggingum sínum til bankans.Landsbankamenn eru illfáanlegir til að tjá sig um þetta mál. Ársæll Haftsteinsson, Framkvæmdastjóri lögfræðisviðs vísar því þó á bug að hörku hafi verið beitt af bankanum. Varðandi kröfu bankans um afsal líftryggingar segir hann að þetta hljóti að vera á misskilningi byggt enda þjóni slíkt ekki hagsmunum bankans. Hjá Sigurði blasir ekkert annað við en að gengið verði að eignum þeirra. Þau ætla að leita réttar síns en Sigurður efast um að nokkur lögmaður þori að taka málið að sér.Ársæll hjá Landsbankanum undrast að málið sé komið í þennan farveg og segir að enn sé fullur vilji til þess að sætta málið og lenda því farsællega. Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Hjón sem fóru halloka í verslunarrekstri saka Landsbankann um að bera ábyrgð á óheillaþróuninni. Fyrirheit hafi verið svikin auk þess sem bankinn hafi beitt makalausri hörku og óbilgirni. Trygginga hafi verið krafist í öllum eignum, innkomu og sjóðum en steininn hafi tekið úr þegar þau voru krafin um að framselja líftryggingar sínar til bankans. Sigurður Kristinsson og kona hans segja farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Landsbankann allt frá því þau leituðu eftir fyrirgreiðslu við að kaupa verslunina Kristall og Postulín í Kópavogi fyrir rúmum tveimur árum. Samið var við útibúið í Hafnarfirði og segir Sigurður að rekstraráætlun hafi verið metin og ákveðið að veita 30 milljóna lán til kaupanam, fyrst með yfirdrætti sem síðan átti að breyta í eitt stórt lán til 15-20 ára. Áður en að því kom var búið að flytja málið til deildar innan bankans - innri útlána - og þar neitað að ganga frá málinu í samræmi við upphaflega samninga. Það eru ýmsar vanefndir nefndar af Sigurði og bendir hann á að það hafi loks tekið 70 daga að afgreiða þau lán sem fallist var á. Sú töf hefði kostað hátt í milljón aukalega í yfirdráttarkostnað. Landsbaninni hefði gert ítrustu kröfu um tryggingar - og jafnvel krafist veðs í þeim látnum, þ.e. að þau ávísuðu líftryggingum sínum til bankans.Landsbankamenn eru illfáanlegir til að tjá sig um þetta mál. Ársæll Haftsteinsson, Framkvæmdastjóri lögfræðisviðs vísar því þó á bug að hörku hafi verið beitt af bankanum. Varðandi kröfu bankans um afsal líftryggingar segir hann að þetta hljóti að vera á misskilningi byggt enda þjóni slíkt ekki hagsmunum bankans. Hjá Sigurði blasir ekkert annað við en að gengið verði að eignum þeirra. Þau ætla að leita réttar síns en Sigurður efast um að nokkur lögmaður þori að taka málið að sér.Ársæll hjá Landsbankanum undrast að málið sé komið í þennan farveg og segir að enn sé fullur vilji til þess að sætta málið og lenda því farsællega.
Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira