Segja Landsbankann hafa svikið gefin fyrirheit 5. júlí 2007 19:56 Hjón sem fóru halloka í verslunarrekstri saka Landsbankann um að bera ábyrgð á óheillaþróuninni. Fyrirheit hafi verið svikin auk þess sem bankinn hafi beitt makalausri hörku og óbilgirni. Trygginga hafi verið krafist í öllum eignum, innkomu og sjóðum en steininn hafi tekið úr þegar þau voru krafin um að framselja líftryggingar sínar til bankans. Sigurður Kristinsson og kona hans segja farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Landsbankann allt frá því þau leituðu eftir fyrirgreiðslu við að kaupa verslunina Kristall og Postulín í Kópavogi fyrir rúmum tveimur árum. Samið var við útibúið í Hafnarfirði og segir Sigurður að rekstraráætlun hafi verið metin og ákveðið að veita 30 milljóna lán til kaupanam, fyrst með yfirdrætti sem síðan átti að breyta í eitt stórt lán til 15-20 ára. Áður en að því kom var búið að flytja málið til deildar innan bankans - innri útlána - og þar neitað að ganga frá málinu í samræmi við upphaflega samninga. Það eru ýmsar vanefndir nefndar af Sigurði og bendir hann á að það hafi loks tekið 70 daga að afgreiða þau lán sem fallist var á. Sú töf hefði kostað hátt í milljón aukalega í yfirdráttarkostnað. Landsbaninni hefði gert ítrustu kröfu um tryggingar - og jafnvel krafist veðs í þeim látnum, þ.e. að þau ávísuðu líftryggingum sínum til bankans.Landsbankamenn eru illfáanlegir til að tjá sig um þetta mál. Ársæll Haftsteinsson, Framkvæmdastjóri lögfræðisviðs vísar því þó á bug að hörku hafi verið beitt af bankanum. Varðandi kröfu bankans um afsal líftryggingar segir hann að þetta hljóti að vera á misskilningi byggt enda þjóni slíkt ekki hagsmunum bankans. Hjá Sigurði blasir ekkert annað við en að gengið verði að eignum þeirra. Þau ætla að leita réttar síns en Sigurður efast um að nokkur lögmaður þori að taka málið að sér.Ársæll hjá Landsbankanum undrast að málið sé komið í þennan farveg og segir að enn sé fullur vilji til þess að sætta málið og lenda því farsællega. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Sjá meira
Hjón sem fóru halloka í verslunarrekstri saka Landsbankann um að bera ábyrgð á óheillaþróuninni. Fyrirheit hafi verið svikin auk þess sem bankinn hafi beitt makalausri hörku og óbilgirni. Trygginga hafi verið krafist í öllum eignum, innkomu og sjóðum en steininn hafi tekið úr þegar þau voru krafin um að framselja líftryggingar sínar til bankans. Sigurður Kristinsson og kona hans segja farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Landsbankann allt frá því þau leituðu eftir fyrirgreiðslu við að kaupa verslunina Kristall og Postulín í Kópavogi fyrir rúmum tveimur árum. Samið var við útibúið í Hafnarfirði og segir Sigurður að rekstraráætlun hafi verið metin og ákveðið að veita 30 milljóna lán til kaupanam, fyrst með yfirdrætti sem síðan átti að breyta í eitt stórt lán til 15-20 ára. Áður en að því kom var búið að flytja málið til deildar innan bankans - innri útlána - og þar neitað að ganga frá málinu í samræmi við upphaflega samninga. Það eru ýmsar vanefndir nefndar af Sigurði og bendir hann á að það hafi loks tekið 70 daga að afgreiða þau lán sem fallist var á. Sú töf hefði kostað hátt í milljón aukalega í yfirdráttarkostnað. Landsbaninni hefði gert ítrustu kröfu um tryggingar - og jafnvel krafist veðs í þeim látnum, þ.e. að þau ávísuðu líftryggingum sínum til bankans.Landsbankamenn eru illfáanlegir til að tjá sig um þetta mál. Ársæll Haftsteinsson, Framkvæmdastjóri lögfræðisviðs vísar því þó á bug að hörku hafi verið beitt af bankanum. Varðandi kröfu bankans um afsal líftryggingar segir hann að þetta hljóti að vera á misskilningi byggt enda þjóni slíkt ekki hagsmunum bankans. Hjá Sigurði blasir ekkert annað við en að gengið verði að eignum þeirra. Þau ætla að leita réttar síns en Sigurður efast um að nokkur lögmaður þori að taka málið að sér.Ársæll hjá Landsbankanum undrast að málið sé komið í þennan farveg og segir að enn sé fullur vilji til þess að sætta málið og lenda því farsællega.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Sjá meira