Innlent

Sýknaður af nauðgunarkæru

Pólverjinn sem sakaður var um að hafa nauðgað konu í kjallara Hótels Sögu var sýknaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þótti dómurum ekki sýnt að maðurinn hefði þröngvað konunni til samræðis.

Atburðurinn átti sér stað í síðastliðnum marsmánuði í kjallara á Hótel Sögu í Reykjavík. Manninum var gert að hafa með ofbeldi þröngvað stúlkunni til samræðis og annarra kynferðismaka með því að ýta henni inn á salernisbás og halda henni þar meðan hann kom fram vilja sínum.

Maðurinn neitaði ekki að hafa átt samfarir við konuna og sagði þær hafa farið fram með hennar samþykki.

Í dómnum kemur fram að við sálfræðirannsóknir á konunni eftir atburðinn hafi mátt greina merki um áfallastreituröskun. Þá sýndu læknisrannsóknir að konan var með áverka á líkama og við kynfæri.

Frásögn konunnar þótti hins vegar ekki sanna að þetta hafi farið fram gegn hennar vilja. Því var maðurinn sýknaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×