Innlent

Meintur hryðjuverkamaður ekki staddur hér á landi

MYND/Robert

Ekkert bendir til þess að meintur hryðjuverkamaður sé staddur hér á landi samkvæmt greiningardeild Ríkislögreglustjóra. Málið hefur verið til skoðunar hjá lögreglunni í dag.

Netúgáfa indverska dagblaðsins The Hindu greindi frá því í morgun að indverskur maður, Kafeel Ahmed, sem talinn er tengjast sprengjutilræðunum í Englandi og Skotlandi fyrir skemmstu sé staddur hér á landi. Hann er talinn náinn vinur eða ættingi tveggja lækna sem eru í haldi í Ástralíu og Bretlandi vegna málsins.

Upplýsingafulltrúi Lundúnalögreglunnar segir að lögreglan hafi ekki nafngreint neinn þeirra sem leitað sé í tengslum um málið. Því gæti lögreglan ekki staðfest hvort verið væri að kanna hvort einhver hinna grunuðu sé mögulega hér á landi. Upplýsingafulltrúinn vildi þó ekki þvertaka fyrir að heimildir blaðamannsins væru rangar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×