Innlent

Landsbankinn fékk jafnréttisviðurkenningu Kópavogsbæjar

Landsbankinn samþykkti jafnréttisáætlun áirð 1998 og fékk viðurkenningu Kópavogsbæjar í dag.
Landsbankinn samþykkti jafnréttisáætlun áirð 1998 og fékk viðurkenningu Kópavogsbæjar í dag.
Landsbanki Íslands í Smáralind hlaut viðurkenningu jafnréttisnefndar Kópavogsbæjar í ár. Afhendingin fór fram í Bóksafni Kópavogs 4. júlí. Við það tækifæri var jafnframt opnuð örsýning um líf og störf Huldu Jakobsdóttur. Hún var fyrsta konan sem gegndi embætti bæjarstjóra á Íslandi. Hún var bæjarstjóri frá 1957-1962.

„Landsbanki Íslands samþykkti sína fyrstu jafnréttisáætlun árið 1998 og hefur nú fellt hana inní starfsmannastefnu sína, eins og heimilt er samkvæmt jafnréttislögum. Stjórnendum er ætlað að framfylgja starfsmannastefnunni í þeirra störfum og njóta ráðgjafar starfsmannasviðs í þeim málum. Þetta þykir hafa tekist vel í útibúinu í Smáralind" segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×