Innlent

Millilandaflug eykst á milli ára

Millilandaflug um Keflavíkurflugvöll jókst um 7,2% á fyrri helmingi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Flugvélum í almennu flugi fjölgaði um 13% en viðkoma herflugvéla hefur minnkað um 45%. Hluti þess skýrist af brottför varnarliðsins en nokkuð var um millilandaflug því tengdu. Farþegafjöldi jókst á sama tíma um 8,5% eða úr 240 þúsund í 257 þúsund og vöruflutningar um 3,4%.

Tíu flugfélög stunda farþegaflug á Keflavíkurflugvelli í sumar og þrjú félög annast vöruflutninga. Auk þess er nokkuð um að erlendar vöruflutningaflugvélar hafi þar viðkomu. Þetta kemur fram á vefsíðu Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×