Hraðakstur veldur flestum banaslysum 3. júlí 2007 16:14 Sennilegt að 6 ökumenn og farþegar sem létust á síðasta ári hefðu lifað slysið af ef þeir hefðu notað bílbelti MYND/AB Hrað- og ölvunarakstur valda flestum banaslysum hér á landi samkvæmt nýútkominni skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa. Á árunum 1998 til 2006 mátti rekja 35 prósent banaslysa til þessara tveggja þátta. Þá telur nefndin sennilegt að 6 ökumenn og farþegar sem létust á síðasta ári hefðu lifað af slysið ef þeir hefðu notað bílbelti. Samkvæmt skýrslunni má rekja 68 prósent af banaslysum í umferðinni á árunum 1998 til 2006 til tíu þátta. Hraðakstur - fjöldi slysa 36 Ölvunarakstur - fjöldi slysa 31 Bílbelti ekki notað - fjöldi slysa 25 Sofnar undir stýri - fjöldi slysa 10 Biðskylda ekki virt - fjöldi slysa 10 Lyfjanotkun - fjöldi slysa 4 Ökutæki rennur til/lausamöl - fjöldi slysa 4 Veikindi - fjöldi slysa 4 Ölvaður gangandi - fjöldi slysa 4 Grunur um sjálfsvíg - fjöldi slysa 4 Á síðasta ári fórust 31 einstaklingur í 28 banaslysum og var það fjölgun um 12 manns frá árinu þar á undan. Fram kemur í skýrslunni að þessi þróun er á skjön við þróunina árin þar á undan en þá fækkaði banaslysum úr 29 í 19. Ennfremur kemur fram í skýrslunni að orsakir banaslysa í umferðinni eru oftast vísvitandi brotahegðun en stundum einhvers konar mannleg mistök. Í skýrslunni segir að mjög margir ökumenn sem orsökuðu banaslys á síðasta ári hafi verið með fjölda brota á ferli sínu, sér í lagi hraðakstursbrot. Sumir höfðu verið sviptir ökuréttindum áður. Hvetur nefndin til þess að skoðað verði sérstaklega hvernig betur megi verjast hættulegum ökumönnum til að mynda með sviptingu ökuréttinda og upptöku ökutækja. Þá sýndu rannsóknir að tæplega helmingur þeirra ökutækja í banaslysum hafi verið í lélegu ásigkomulagi. Oftast var um ræða lélegt ástand hjólbarða, loftþrýstings þeirra eða slit. Í einu tilviki komu í ljós vankantar á viðgerð á hemlarörum og í öðru hafði verið gert við ryðskemmdir í ökutæki með frauðplasti. Bæði ökutækin komust hins vegar í gegnum skoðun athugasemdalaust. Sjá nánar skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa hér að neðan. Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Hrað- og ölvunarakstur valda flestum banaslysum hér á landi samkvæmt nýútkominni skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa. Á árunum 1998 til 2006 mátti rekja 35 prósent banaslysa til þessara tveggja þátta. Þá telur nefndin sennilegt að 6 ökumenn og farþegar sem létust á síðasta ári hefðu lifað af slysið ef þeir hefðu notað bílbelti. Samkvæmt skýrslunni má rekja 68 prósent af banaslysum í umferðinni á árunum 1998 til 2006 til tíu þátta. Hraðakstur - fjöldi slysa 36 Ölvunarakstur - fjöldi slysa 31 Bílbelti ekki notað - fjöldi slysa 25 Sofnar undir stýri - fjöldi slysa 10 Biðskylda ekki virt - fjöldi slysa 10 Lyfjanotkun - fjöldi slysa 4 Ökutæki rennur til/lausamöl - fjöldi slysa 4 Veikindi - fjöldi slysa 4 Ölvaður gangandi - fjöldi slysa 4 Grunur um sjálfsvíg - fjöldi slysa 4 Á síðasta ári fórust 31 einstaklingur í 28 banaslysum og var það fjölgun um 12 manns frá árinu þar á undan. Fram kemur í skýrslunni að þessi þróun er á skjön við þróunina árin þar á undan en þá fækkaði banaslysum úr 29 í 19. Ennfremur kemur fram í skýrslunni að orsakir banaslysa í umferðinni eru oftast vísvitandi brotahegðun en stundum einhvers konar mannleg mistök. Í skýrslunni segir að mjög margir ökumenn sem orsökuðu banaslys á síðasta ári hafi verið með fjölda brota á ferli sínu, sér í lagi hraðakstursbrot. Sumir höfðu verið sviptir ökuréttindum áður. Hvetur nefndin til þess að skoðað verði sérstaklega hvernig betur megi verjast hættulegum ökumönnum til að mynda með sviptingu ökuréttinda og upptöku ökutækja. Þá sýndu rannsóknir að tæplega helmingur þeirra ökutækja í banaslysum hafi verið í lélegu ásigkomulagi. Oftast var um ræða lélegt ástand hjólbarða, loftþrýstings þeirra eða slit. Í einu tilviki komu í ljós vankantar á viðgerð á hemlarörum og í öðru hafði verið gert við ryðskemmdir í ökutæki með frauðplasti. Bæði ökutækin komust hins vegar í gegnum skoðun athugasemdalaust. Sjá nánar skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa hér að neðan.
Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira