Innlent

Ríkisstjórnarfundur hafinn

MYND/pjetur

Ríkisstjórnarfundur er hafinn í stjórnarráðinu en fundinum seinkaði um rúman hálftíma vegna fundarhalda ráðherra Samfylkingarinnar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði við fjölmiðla þegar hún mætti á fundinn fyrir skemmstu að ráðherrarnir hefðu verið að ræða stöðuna í sjávarútvegi og veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar.

Fundurinn átti að hefjast klukkan hálf tíu í morgun. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins mætttu stundvíslega en ráðherrar Samfylkingarinnar létu hins vegar ekki sjá sig. Um tuttugu mínútum eftir að fundurinn átti að hefjast sendu ráðherrar Samfylkingarinar út þau skilaboð að þeir yrðu seinir fyrir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×