Fótbolti

Torres í læknisskoðun í dag

Fernando Torres sést hér í leik gegn Recreativo Huelva í spænsku deildinni í vetur.
Fernando Torres sést hér í leik gegn Recreativo Huelva í spænsku deildinni í vetur. MYND/AFP
Fernando Torres, leikmaður Atletico Madrid, mun fara til Liverpool í dag til þess að gangast undir læknisskoðun og skrifa undir samning sinn við félagið. Líklegt er að hann verði kynntur fjölmiðlum strax á morgun.

Torres verður dýrasti leikmaður í sögu Liverpool. Hann kemur til með að kosta 26,5 milljónir punda og samkvæmt heimildum BBC mun hann skrifa undir sex ára samning við félagið. Einnig er búist við því að Luis Garcia, miðjumaður Liverpool, gangi til liðs við Atletico Madrid.

Talið er að næstur til þess að ganga til liðs við Liverpool verði Gabriel Heinze, varnarmaður Manchester United.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×