Innlent

Framsóknarmenn vilja skera þorskkvótann niður í 150 þúsund tonn.

Siv Friðleifsdóttir, formaður þingflokks framsóknarmanna.
Siv Friðleifsdóttir, formaður þingflokks framsóknarmanna.
Þingflokkur framsóknarmanna telur skynsamlegt að aflamark í þorski fyrir næsta fiskveiðiár verði 150 þúsund tonn og vísar til niðurstaðna Hafrannsóknarstofnunar. Þá vilja framsóknarmenn að samhliða þessum niðurskurði, úr 193 þúsundum tonna verði gripið til aðgerða til að milda áhrifin á sjávarbyggðir og sjávarútveg.

Þingflokkurinn telur mikilvægt að ríkisstjórnin grípi til almennra byggðatengdra aðgerða sem meðal annars. feli í sér öfluga vaxtasamninga, bættar samgöngur til stækkunar atvinnusvæða og enn frekari þróun atvinnulífsins á landsbyggðinni.

Þá lýsir þingflokkurinn yfir þungum áhyggjum vegna ástands þorskstofnsins og telur að staðan sé mikið áfall fyrir þjóðarbúið, einkum þau byggðalög sem byggi afkomu sína að miklu leyti á sjávarútvegi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×