Innlent

Stökk út úr gaffallyftara á ferð

Maður slasaðist í vinnu við Skarðsmýrarfjall. Slysið varð með þeim hætti að starfsmaður var að aka gaffallyftara á milli staða. Er hann var kominn niður í bratta brekku fannst honum sem hemlar hefðu bilað. Ökumaður lyftarans sá sér þann kost vænstan að stökkva af lyftaranum og við það mun hann hafa handleggsbrotnað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×