Innlent

Ríkislögreglustjóri segir ekki þörf á hertum öryggiaðgerðum hérlendis

Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur fylgst með atburðum í Bretlandi þar sem bílsprengjur fundust í bifreiðum í London og atburðum á Glasgow flugvelli.

Í tilkynningu frá embættinu segir, að áfram sé fylgst með málinu og farið hafi verið yfir hvort ástæða sé til að grípa til hertra öryggisaðgerða hérlendis. 

Á þessu stigi er ekki talin sérstök ástæða til slíks og engar upplýsingar  fyrirliggjandi sem gefi ástæðu til þess.  

Því þykir ekki ástæða til þess að hækka vástig hérlendis en hins vegar hafa slíkir atburðir í nágrannalandi þau áhrif að mælst er til þess að hérlendir öryggisaðilar sýni aukna árverkni í starfi svo sem á alþjóðaflugvöllum.

Ríkislögreglustjóri fylgist áfram með þróun mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×