Innlent

Orkuveita Reykjavíkur kaupir í Hitaveitu Suðurnesja

Kaupir hlut Grindavíkurkaupstaðar og Hafnarfjarðabæjar í Hitaveitu Suðurnesja.
Kaupir hlut Grindavíkurkaupstaðar og Hafnarfjarðabæjar í Hitaveitu Suðurnesja. MYND/RR

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti einróma á fundi sínum í dag samninga við Grindavíkurkaupstað og Hafnarfjarðabæ um kaup á hlutum í Hitaveitu Suðurnesja hf. Samkvæmt samningunum nýta bæði sveitarfélögin forkaupsrétt sinn á 15 prósent hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja og selja síðan Orkuveitunni þá hluti.

Orkuveita Reykjavíkur segir í tilkynningu að jafnframt muni Grindavíkurkaupstaður selja Orkuveitunni prósent mestallan hlut sínum í Hitaveitu Suðurnesja, eða 8 prósent af 8,51. Með samningunum skuldbindur Orkuveitan sig einnig til að kaupa allt að allan eignarhluta Hafnafjarðarbæjar í Hitaveitu Suðurnesja, 15,42 prósent.

Öll viðskiptin eru á genginu 7 en fram kemur í tilkynningu Orkuveitunnar að kaupin séu í samræmi við hlutverk og tilgang Orkuveitunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×