Innlent

Ráðherra kynnir tillögur um aflaheimildir

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra.
Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra. MYND/GVA

Þingflokkur sjálfstæðismanna kemur saman klukkan fimm í dag en þá mun Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, kynna tillögur sínar um aflaheimildir fyrir næsta fiskveiðiár. Ríkisstjórnin fundar um málið á morgun.

Gert er ráð fyrir því að tillögur ráðherra muni fela í sér töluverðan niðurskurð á aflaheimildum í þorski í samræmi við tillögur Hafrannsóknarstofnunar.

Ríkisstjórnin fundar um málið klukkan hálf tíu á morgun og fljótlega eftir það er gert ráð fyrir að þingflokkur Samfylkingarinnar fundi um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×