Innlent

Verðmæti framleiðsluvara eykst

Fiskvinnsla vegur þungt í heildarverðmæti seldra framleiðsluvara.
Fiskvinnsla vegur þungt í heildarverðmæti seldra framleiðsluvara. MYND/JS

Heildarverðmæti seldra framleiðsluvara jókst um tæpan 61 milljarð króna á síðasta ári samkvæmt tölum Hagstofunnar. Hlutdeild matvæla- og drykkjarvöruiðnaðar vegur þyngst.

Í tölum Hagstofunnar kemur fram að heildarverðmæti seldra framleiðsluvara árið 2006 án fiskvinnslu var 242 milljarðar samanborið við 195 milljarða árið á undan. Er þetta aukning um rúma 47 milljarða milli ára.

Í 13 atvinnugreinum af 17 jókst verðmæti seldra framleiðsluvara. Þyngst vegur hlutdeild matvæla- og drykkjarvöruiðnaðar með tæp 50 prósent af heildarverðmæti síðasta árs þar af fiskvinnsla með rúm 32 prósent.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×