Fótbolti

Recoba tæpur í kvöld

NordicPhotos/GettyImages
Framherjinn Alvaro Recoba frá Inter Milan er tæpur í kvöld þegar lið hans Úrúgvæ mætir Perú í opnunarleik Copa America. Recoba er tognaður á vöðva aftan í hægri fæti en ekki verður tekin ákvörðun um þáttöku hans fyrr en rétt fyrir leik. Strax á eftir leik Úrúgvæ og Perú verður svo á dagskrá leikur heimamanna í Venesúela og Bólivíu. Báðir leikir eru sýndir beint á Sýn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×