Íslenski boltinn

FH lagði Blika í frábærum leik

Tryggvi Guðmundsson er hér á fullri ferð í leik FH og Breiðabliks í kvöld
Tryggvi Guðmundsson er hér á fullri ferð í leik FH og Breiðabliks í kvöld MYND/Anton

Íslandsmeistarar FH hafa aukið forskot sitt á toppi Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu í fimm stig eftir góðan 2-1 sigur á Breiðablik í hörkuleik í kvöld. Blikar komust yfir í leiknum á 50. mínútu með marki frá Nenad Petrovic en Tryggvi Guðmundsson jafnaði skömmu síðar fyrir heimamenn. Arnar Gunnlaugsson skoraði sigurmark FH þegar 20 mínútur voru til leiksloka.

Blikarnir léku mjög vel í kvöld og eru eflaust súrir að fá ekki stig í leiknum. Bæði lið fengu reyndar aragrúa færa en Íslandsmeistararnir héldu haus og sigruðu í einum skemmtilegasta leik sumarsins til þessa. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir úr leikjum kvöldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×